Stefna Airport Associates í jafnréttismálum er að vinna markvisst að því að jafna stöðu kynjanna innan vinnustaðarins. Í áætluninni eru sett upp markmið og aðgerðaráætlanir til að ná þessum markmiðum. Jafnréttisáætlunin gildir fyrir allt starfsfólk Airport Associates.
Jafnréttisáætlunin er sett fram samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr.150/2020, og annarra laga, krafna og kjarasamninga er snúa að jafnrétti.
Endurskoðun jafnréttisáætlunar Airport Associates
Unnið verður að stöðugum umbótum á stefnunni, henni fylgt eftir og brugðist við ef ástæða er til. Endurskoðun stefnunnar fer reglulega fram, ekki sjaldnar en einu sinni á ári í tengslum við yfirferð á jafnlaunakerfinu er tengist jafnlaunavottun. Mikilvægt er að markmið og aðgerðaráætlanir séu í samræmi við daglegt starf Airport Associates. Jafnréttisáætlun Airport Associates gildir til febrúar 2028.
Samþykkt af forstjóra 30.12.2024
Samþykkt af Jafnréttisstofu dags 30.12.2024
Fill out the form below and we will reply within 24 hours