Menu

Jafnlaunastefna Airport Associates

Jafnlaunastefna Airport Associates fylgir jafnréttislögum nr. 10/2008 og einnig öðrum lögum og
reglum um að ekki skuli mismuna eftir kyni. Karlar og konur skulu fá greidd jöfn laun fyrir sömu vinnu
eða jafn verðmæt störf.

Til þess að fylgja eftir jafnlaunastefnunni er farið eftir íslenska staðlinum ÍST 85:2012. Fyrirtækið
skuldbindur sig til að skapa umgjörð þannig að launaákvarðanir mismuni ekki eftir kyni, þjóðerni,
kynþætti, kynhneigð eða trúarbrögðum. Og tryggja stöðugar umbætur, eftirlit og viðbrögð.

Til að viðhalda jafnlaunastefnunni og tryggja eftirfylgni hefur fyrirtækið ákveðið að
framkvæmdastjórn mun halda rýnifund árlega. Á fundinum verður farið yfir árlega launagreiningu og
umbætur gerðar ef þess er þörf til að viðhalda jafnlaunastefnunni.

Need more information?

Fill out the form below and we will reply within 24 hours