Menu

Persónuverndarstefna fyrir umsækjendur

Persónuverndarstefna fyrir umsækjendur

Airport Associates ehf. leggur áherslu á að vernda persónupplýsingar um þig þegar þú sækir um starf
hjá okkur. Í þessari persónuverndarstefnu er að finna upplýsingar um það hvernig við förum með og
verndum þær persónupplýsingar sem þú lætur okkur í té.

Við skráum upplýsingar og gögnin sem þú lætur okkur í té í tengslum við umsóknina þína. Til þessa
teljast einnig aðrar upplýsingar sem berast okkur í tengslum við umsóknina, svo sem meðmæli frá
fyrr vinnuveitendum.

Airport Associates ehf. hefur þá stefnu að biðja ekki um viðkvæmar upplýsingar frá umsækjendum
um störf nema á grundvelli lagaskyldu.

Með því að senda okkur starfsumsókn samþykkir þú um leið að persónuupplýsingar um þig verði
notaðar í ráðningarferlinu. Gögnin þín verða notuð til að leggja mat á umsóknina og sannreyna
réttmæti meðmæla og annarra upplýsingar sem þú hefur veitt. Við notum gögnin þín einnig til að
svara umsókninni og til að boða þig í viðtal ef við teljum þig koma til greina í laust starf.

Upplýsingar um þig verða unnar í samræmi við íslenska löggjöf um meðferð persónuupplýsinga.
Aðeins þeir starfsmenn sem koma að ráðningarferlinu fá aðgang að gögnum frá þér sem varða
ráðningu í starf. APA ehf. kann að notast við þjónustu þriðja aðila í ráðningarferlinu í því skyni að
standa við þær skuldbindingar sem raktar eru í þessari persónuverndarstefnu.

Við höfum gert tæknilegar og skipulagslegar ráðstefanir til að verja gögnin þín gegn t.d. gagnatapi,
misnotkun gagna eða óheimilum aðgangi. Við gerum reglulegar breytingar á öryggisráðstöfunum
okkar til að mæta nýjustu tækniþróun. Persónuupplýsingar um þig verða geymdar í gagnagrunni
okkar í 18 mánuði eftir að þær voru síðast uppfærðar.

Þú átt rétt á að hafa samband við okkur og fá að skoða hvaða persónuupplýsingar um þig eru skráðar
hjá okkur. Ef slíkar persónuupplýsingar reynast rangar, ófullkomnar eða óviðeigandi getur þú hvenær
sem er farið fram á að þær verði leiðréttar eða þeim eytt.

Hafðu samband við Airport Associates ehf., Fálkavellir 7a, 235 Reykjanesbæ, ef spurningar vakna um
starfsumsókn þína eða meðferð persónupplýsingar.

Reykjanesbær 25. janúar 2018

Need more information?

Fill out the form below and we will reply within 24 hours